Landnám

29 janúar, 2013 § Færðu inn athugasemd

Hún fylgdist með langskipinu sigla inn spegilsléttan fjörðinn sem skarst djúpt inn í hið ókannaða landi. Hún stóð umvafin þéttum birkiskóginum og passaði að enginn sæi sig. Skipið lagðist upp að lágum kletti og víkingurinn bannaði samferðarmönnum sínum að hreyfa sig fyrr en hann sjálfur væri búinn að nema þetta land.

Fætur hans slepptu skipinu, snertu klettinn og þannig var landið formlega numið. Hann dró andann djúpt og lyngdi aftur augunum. Loftið var nýtt og ferskt og bar með sér daufan keim af hausti. Þarna var vindurinn aðeins andvari, þarna var sólin lægra á lofti en þaðan sem þeir silgdu úr höfn og þarna var kuldinn hvetjandi. Vindlausa land, land sólarinnar. Mitt land. Bláskógaland!

því úr fjarlægð virtist birkiskógurinn vera blár

Menn hans stukku hver á fætur öðrum upp á klettinn og loks gengu þeir allir inn í þéttvaxið kjarrið, tilbúnir að mæta öllum þeim undrum og ógnum sem ókannað land gat boðið upp á. Þegar þeir komu að litlu rjóðri hrukku þeir í kút við að sjá mömmu víkingsins standa brosandi í fallegum faldbúningi við dúkalagt borð drekkhlaðið af pönnukökum, kleinum og flatbrauði með hangikjöti.

Landnámið var ekki eins og þeir bjuggust við, en landið var gjöfult og bakkelsið bragðaðist ljómandi vel.

Færðu inn athugasemd

What’s this?

You are currently reading Landnám at Trausti Dagsson.

meta