Tannandarlirfa með möllett

31 janúar, 2015 § Færðu inn athugasemd

image

Gráminn

10 október, 2014 § Færðu inn athugasemd

gray

Lísa Pálsdóttir talaði um „þessi gráu hús“ í útvarpinu þar sem hún flakkaði um í þættinum Flakki. En þrátt fyrir að vera að lýsa fyrir okkur gráma þá var rödd Lísu björt og full af jákvæðni. Það er nefnilega þannig að liturinn þarf ekki að hverfa þrátt fyrir að augun beinist að grámanum.

Við hugsum svo gjarnan í litum, við elskum liti og við eigum það til að raða þeim eftir einhverju stigveldi, allavega ég. Litir – gjarnan sem skærastir – á óvenjulegum stöðum þykja mér bestir. Til dæmis skærgrænt lambagras á miðjum mel og ekki er verra ef það er í blóma. Blómin eru þó ekki nauðsynleg heldur en stundum nóg að sjá græna litinn gægjast upp á móti dökkgráum himni innan um grjót, sand og kulda. Andstæðurnar eru fallegar og athyglisverðar eins og við Lilý töluðum um í morgun.

Við tölum um liti í tengslum við lífið, dans er litur, tónlist er stundum litur, samvera er litrík. Sól er dagur, dagurinn er jákvæður og á daginn vaki ég, sinni því sem þarf að sinna, lifi lífinu og nýt ljóssins.

En við tölum líka um grámann. Gráminn er það þegar okkur finnst dagurinn hafa á einhvern hátt glatað litunum. Sjálfsköpuð einsleitni, hversdagsleiki sem nær að verða að óhagganlegu hugtaki og þegar langvarandi skýjahula hefur svipt okkur sólskininu. Þá tölum við um grámann. Og breytumst stundum í grá-mann.

En ekki Lísa, allavega ekki röddin hennar því hún flakkar um hversdaginn. Hún kannar gamlar götur í Reykjavík, hún skoðar kjallara í gömlum húsum sem ættu svo sannarlega að vera fyrir löngu orðnir yfirfullur af hversdagsleika, einsleitni og gráma.

Í raun er ekkert til sem er algjörlega grátt, litir eru bara birtingarmynd. Á milli sandkorna sem spanna nánast allan gráskalann finnast alltaf örsmáir glitrandi kristallar, agnarsmá rauð korn, stöku grænar steinflísar og ótal litlar skófir sem engin tekur eftir nema að detta óvart með nefið ofan í sandinn. Það þarf nefnilega ekki alltaf að horfa bara á lambagrasið þó að það sé fallegt.

Ef gráminn er annar endi andstæðna þá ber að gleðjast yfir honum, því hann hjálpar til að sjá hinn endann.

Tækifæri og sóknarfæri

17 maí, 2014 § Færðu inn athugasemd

IMG_6661

Ég var á gangi nálægt Norræna húsinu í kvöld þegar ég sá spörfugl fljúga fram hjá mér. Hann var með gogginn yfirfullan af stráum sem sum voru það löng að þau slógust í vængbroddana og við það skapaðist taktfast hljóð. Hljóðið olli því að á flugi var fuglinn mun stærri en hann var, hljóðin minntu helst á hraðfleyga önd. Ég horfði á eftir honum og hann reyndist vera að fljúga í átt að stýrishúsi stærsta byggingarkranans af þremur sem eru um þessar mundir að aðstoða við byggingu hátækniseturs Alvogen í Vatnsmýrinni. Úr fjarlægð sá ég hvar hann settist á húsið og virtist þar vera að gera sér hreiður.

Jörðinni er flett ofan af jörðinni, málmsúlur rísa og þau eru nýtt sem öruggur staður fyrir hreiðurgerð. Mennsk hugsun gæti kallað þetta tækifæri og sóknarfæri.

Þegar ég hafði dáðst að rólyndislegum en ákveðnum kríunum liggja á eggjum gekk ég aftur að Norræna húsinu. Á dálitlum malarbletti lágu nokkur sinustrá og þar var gulgoggaður svartþröstur í óðaönn að safna þeim saman. Hann var greinilega mun áhyggjufyllri heldur en gæsirnar sem aðeins kjöguðu löturhægt í átt frá mér þegar ég nálgaðist því svartþrösturinn þaut upp í loftið en settist í grasflöt þarna skammt frá. Þar hefur hann sennilega hagrætt stráunum í goggnum en ekki nógu vel því þegar hann hélt svo af stað í átt að byggingarlóð sinni þá missti hann eitt stráið. Ég horfði á eftir honum og þá reyndist þetta vera sami fugl og ég hafði áður séð. Byggingarlóð hans var í raun byggingarlóð Alvogen.

Ég fór að hugsa um örlög þessa hreiðurs. Hversu lengi verður byggingarkraninn staðsettur þarna? Er hreiðrið kannski staðsett við tannhjól sem mun rífa það í öreindir ef skyndilega þarf að lengja eitthvað eða stytta í krananum? Eða munu síðar í sumar ungir svartþrestir fljúga sitt fyrsta flug ofan úr krananum og niður?

IMG_6662

Þetta leiddi mig að hugleiðingum um jafnvægi, óendanleika, sigur og tap. Við teljum okkur hafa leyfi til að gera allt á þessari jörð. Við hikum ekki við að gerast svo hrokafull að kvarta yfir ónæði af mávum sem sækja í að nýta betur allt ruslið sem við hendum, matinn sem við framleiðum en förgum svo. Mýri er ónýtt svæði þar til það er nýtt, þar til stokkið er á tækifærið. Svo reisum við risavaxna byggingarkrana sem svartþrestir nýta svo sem hreiðurstæði án þess að skammast sín.

Er þá einhver sem sigrar? Er þetta ekki bara undurfagurt dæmi um jafnvægi? Stórir byggingarkranar eru ekki fallegir en þeir eru heldur ekki byggingarkranar nema í augum okkar sem nota þá. Í augum fugla eru þeir bara tækifæri og sóknarfæri, líkt og ónýttar mýrar og annað slíkt.

Firðir og fyrirheit

24 júní, 2013 § Færðu inn athugasemd

breiðafjörður 2

Um helgina keyrðum við um Snæfellsnesið og nutum náttúrunnar þar. Þegar við keyrðum norður yfir Fróðárheiði og vorum á leiðinni niður, þá tók Breiðafjörðurinn á móti okkur með víðfeðmum haffletinum, óljósum fjöllum í fjarska og gamalli en kunnuglegri tilfinningu. Ég fæ nefnilega alltaf ákveðna tilfinningu í hjartað við að sjá stóra og breiða firði.

Firðir, nes, flóar og skagar eru raunveruleg fyrirbrigði en eru einnig að stórum hluta afsprengi túlkunar okkar á landslaginu. Skagar og nes ramma firðina og flóana inn, standa í andstöðu við hvort annað en geta þó ekki staðið ein og sér. Breiðafjörður er aðeins tilkomin vegna Snæfellsnessins og Vestfjarðakjálkans og það erum við sem ákveðum að hann sé sérstakt svæði. Nes og flóar skipta miklu máli í lífi okkar, þau eru farartálmar og litlir firðir sem skerast inn úr stórum flóum geta valdið miklu hugarangri því slíkir útúrdúrar landslagsins virka á okkur sem farartálmar, tímaþjófar og óvinir. Að horfa yfir fjörð á Vestfjarðakjálkanum fylgir lævís kvíði, því að bærinn hinum megin virðist vera í seilingarfjarlægð þrátt fyrir að tuga kílómetra ökuferð skilji okkur að.

Þess vegna eru stórir firðir svo tilfinningahvetjandi því hinar óljósu útlínur fjallanna eins og við Barðaströndina gefa aðeins daufar vísbendingar um landið sem liggur handan við hafflötinn. Sjórinn er staðleysa því þrátt fyrir að báturinn sem ber mann yfir sé á ferð þá er undirlagið, farvegurinn sjálfur, einnig á stöðugri ferð og kyrrstöðuna er erfitt að fanga. Væri ég staddur á bát á leið yfir Breiðafjörðinn þá myndi landið sem ég væri að sigla burtu frá fjarlægjast og breytast áður en áfangastaðurinn tæki að nálgast mig, í millitíðinni væri ég nánast hvergi í smá stund.

breiðafjörður

Landið sem sést svo lágreist niðri við sjóndeildarhringinn gefur aðeins fyrirheit um það sem er handan hafflatarins, útlínur og áferð landsins og fólkið sem býr þar ofan í mjóum skorunum. Hugmyndin um þennan handanheim verður fjarlægari því ég veit að ég get ekki ætt beint af augum heldur er ég háður faratækinu og þarf að þræða firði og víkur, nes og tanga til að komast á áfangastað. Og þegar þangað er komið verður ný tilfinning búin að skjóta rótum því allir staðir hafa sínar tilfinningar og allir staðir sem á vegi okkar verða eiga þátt í þeirri tilfinningu.

Mamma, eftirlaunin og eyjan

21 maí, 2013 § Færðu inn athugasemd

Ég og mamma
Þegar ég var að alast upp þá trúði ég því að fortíðin hefði alla tíð unnið að tilvist minni. Ég taldi móður mína hafa fæðst eingöngu svo hún gæti fætt mig því ég var tilgangurinn. Þess vegna einbeitti ég mér að því að fá sem mest frá henni. Ég át allt upp til agna sem hún eldaði fyrir mig, ég bað hana stöðugt um pening og á tímabili velti ég því fyrir mér hvort ég ætti ekki hreinlega að leggja hold hennar mér til munns, það væri örugglega best fyrir mig.
Til allrar hamingju er ég ekki til. Ég er aðeins skálduð persóna, illa ígrunduð, tvívíð og með óræðan ásetning.

Ég og eftirlaunin
Ég man eftir því þegar kviknaði í húsi fjölskyldu minnar. Ég átti tvö ár eftir af vinnuævi mínni og hugsaði með tilhlökkun til elliáranna. Þá gæti ég notið lífsins og lifað af lífeyrinum sem ég hafði unnið fyrir hörðum höndum alla ævi. Fortíðin gæti þannig séð fyrir mér hugsaði ég og þrátt fyrir að eldtungurnar sem voru um að bil að læðast upp gluggatjöldin væru að miklu leyti mín sök þá kveikti ég samt í öðrum vindli, smá reykur í viðbót gæti ekki skaðað neitt. Konan mín var sammála.
En ég er ekki þessa heims, ég er önnur skálduð persóna, órökrétt og óskynsöm. Þessi sena gæti aldrei tilheyrt raunveruleikanum nema þá að um truflaðan einstakling væri að ræða.

Við og eyjan okkar
Við bjuggum á lítilli eyju. Við vorum ein heild. Við nýttum okkur grjótið í landgrunninu til að byggja turna. Turnarnir urðu stærri og fallegri ár frá ári og holurnar niður í iður eyjunnar urðu sífellt dýpri. Lítill hluti af okkur minntist þó öðru hvoru á að ef við myndum halda áfram að byggja turna myndi að lokum ekkert verða eftir til að halda eyjunni uppi. Meiri hluti okkar blés á þær gagnrýnisraddir og sagði bara „sjáið þið ekki turnana? Við erum sífellt að gera þá betri og fallegri.“ Og svo var haldið áfram að byggja. Og grafa.
Og við erum heldur ekki til, aðeins ímyndun.

1. maí

1 maí, 2013 § Færðu inn athugasemd

1. janúar, þrældómur kapítalismans, 2. janúar, þrældómur kapítalismans, 3. janúar, þrældómur kapítalismans, 4. janúar, þrældómur kapítalismans, 5. janúar, þrældómur kapítalismans, 6. janúar, þrældómur kapítalismans, 7. janúar, þrældómur kapítalismans, 8. janúar, þrældómur kapítalismans, 9. janúar, þrældómur kapítalismans, 10. janúar, þrældómur kapítalismans, 11. janúar, þrældómur kapítalismans, 12. janúar, þrældómur kapítalismans, 13. janúar, þrældómur kapítalismans, 14. janúar, þrældómur kapítalismans, 15. janúar, þrældómur kapítalismans, 16. janúar, þrældómur kapítalismans, 17. janúar, þrældómur kapítalismans, 18. janúar, þrældómur kapítalismans, 19. janúar, þrældómur kapítalismans, 20. janúar, þrældómur kapítalismans, 21. janúar, þrældómur kapítalismans, 22. janúar, þrældómur kapítalismans, 23. janúar, þrældómur kapítalismans, 24. janúar, þrældómur kapítalismans, 25. janúar, þrældómur kapítalismans, 26. janúar, þrældómur kapítalismans, 27. janúar, þrældómur kapítalismans, 28. janúar, þrældómur kapítalismans, 29. janúar, þrældómur kapítalismans, 30. janúar, þrældómur kapítalismans, 31. janúar, þrældómur kapítalismans, 1. febrúar, þrældómur kapítalismans, 2. febrúar, þrældómur kapítalismans, 3. febrúar, þrældómur kapítalismans, 4. febrúar, þrældómur kapítalismans, 5. febrúar, þrældómur kapítalismans, 6. febrúar, þrældómur kapítalismans, 7. febrúar, þrældómur kapítalismans, 8. febrúar, þrældómur kapítalismans, 9. febrúar, þrældómur kapítalismans, 10. febrúar, þrældómur kapítalismans, 11. febrúar, þrældómur kapítalismans, 12. febrúar, þrældómur kapítalismans, 13. febrúar, þrældómur kapítalismans, 14. febrúar, þrældómur kapítalismans, 15. febrúar, þrældómur kapítalismans, 16. febrúar, þrældómur kapítalismans, 17. febrúar, þrældómur kapítalismans, 18. febrúar, þrældómur kapítalismans, 19. febrúar, þrældómur kapítalismans, 20. febrúar, þrældómur kapítalismans, 21. febrúar, þrældómur kapítalismans, 22. febrúar, þrældómur kapítalismans, 23. febrúar, þrældómur kapítalismans, 24. febrúar, þrældómur kapítalismans, 25. febrúar, þrældómur kapítalismans, 26. febrúar, þrældómur kapítalismans, 27. febrúar, þrældómur kapítalismans, 28. febrúar, þrældómur kapítalismans, 1. mars, þrældómur kapítalismans, 2. mars, þrældómur kapítalismans, 3. mars, þrældómur kapítalismans, 4. mars, þrældómur kapítalismans, 5. mars, þrældómur kapítalismans, 6. mars, þrældómur kapítalismans, 7. mars, þrældómur kapítalismans, 8. mars, þrældómur kapítalismans, 9. mars, þrældómur kapítalismans, 10. mars, þrældómur kapítalismans, 11. mars, þrældómur kapítalismans, 12. mars, þrældómur kapítalismans, 13. mars, þrældómur kapítalismans, 14. mars, þrældómur kapítalismans, 15. mars, þrældómur kapítalismans, 16. mars, þrældómur kapítalismans, 17. mars, þrældómur kapítalismans, 18. mars, þrældómur kapítalismans, 19. mars, þrældómur kapítalismans, 20. mars, þrældómur kapítalismans, 21. mars, þrældómur kapítalismans, 22. mars, þrældómur kapítalismans, 23. mars, þrældómur kapítalismans, 24. mars, þrældómur kapítalismans, 25. mars, þrældómur kapítalismans, 26. mars, þrældómur kapítalismans, 27. mars, þrældómur kapítalismans, 28. mars, þrældómur kapítalismans, 29. mars, þrældómur kapítalismans, 30. mars, þrældómur kapítalismans, 31. mars, þrældómur kapítalismans, 1. apríl, þrældómur kapítalismans, 2. apríl, þrældómur kapítalismans, 3. apríl, þrældómur kapítalismans, 4. apríl, þrældómur kapítalismans, 5. apríl, þrældómur kapítalismans, 6. apríl, þrældómur kapítalismans, 7. apríl, þrældómur kapítalismans, 8. apríl, þrældómur kapítalismans, 9. apríl, þrældómur kapítalismans, 10. apríl, þrældómur kapítalismans, 11. apríl, þrældómur kapítalismans, 12. apríl, þrældómur kapítalismans, 13. apríl, þrældómur kapítalismans, 14. apríl, þrældómur kapítalismans, 15. apríl, þrældómur kapítalismans, 16. apríl, þrældómur kapítalismans, 17. apríl, þrældómur kapítalismans, 18. apríl, þrældómur kapítalismans, 19. apríl, þrældómur kapítalismans, 20. apríl, þrældómur kapítalismans, 21. apríl, þrældómur kapítalismans, 22. apríl, þrældómur kapítalismans, 23. apríl, þrældómur kapítalismans, 24. apríl, þrældómur kapítalismans, 25. apríl, þrældómur kapítalismans, 26. apríl, þrældómur kapítalismans, 27. apríl, þrældómur kapítalismans, 28. apríl, þrældómur kapítalismans, 29. apríl, þrældómur kapítalismans, 30. apríl, þrældómur kapítalismans, 1. maí, baráttudagur verkalýðsins og þrældómur kapítalismans, 2. maí, þrældómur kapítalismans, 3. maí, þrældómur kapítalismans, 4. maí, þrældómur kapítalismans, 5. maí, þrældómur kapítalismans, 6. maí, þrældómur kapítalismans, 7. maí, þrældómur kapítalismans, 8. maí, þrældómur kapítalismans, 9. maí, þrældómur kapítalismans, 10. maí, þrældómur kapítalismans, 11. maí, þrældómur kapítalismans, 12. maí, þrældómur kapítalismans, 13. maí, þrældómur kapítalismans, 14. maí, þrældómur kapítalismans, 15. maí, þrældómur kapítalismans, 16. maí, þrældómur kapítalismans, 17. maí, þrældómur kapítalismans, 18. maí, þrældómur kapítalismans, 19. maí, þrældómur kapítalismans, 20. maí, þrældómur kapítalismans, 21. maí, þrældómur kapítalismans, 22. maí, þrældómur kapítalismans, 23. maí, þrældómur kapítalismans, 24. maí, þrældómur kapítalismans, 25. maí, þrældómur kapítalismans, 26. maí, þrældómur kapítalismans, 27. maí, þrældómur kapítalismans, 28. maí, þrældómur kapítalismans, 29. maí, þrældómur kapítalismans, 30. maí, þrældómur kapítalismans, 31. maí, þrældómur kapítalismans, 1. júní, þrældómur kapítalismans, 2. júní, þrældómur kapítalismans, 3. júní, þrældómur kapítalismans, 4. júní, þrældómur kapítalismans, 5. júní, þrældómur kapítalismans, 6. júní, þrældómur kapítalismans, 7. júní, þrældómur kapítalismans, 8. júní, þrældómur kapítalismans, 9. júní, þrældómur kapítalismans, 10. júní, þrældómur kapítalismans, 11. júní, þrældómur kapítalismans, 12. júní, þrældómur kapítalismans, 13. júní, þrældómur kapítalismans, 14. júní, þrældómur kapítalismans, 15. júní, þrældómur kapítalismans, 16. júní, þrældómur kapítalismans, 17. júní, þrældómur kapítalismans, 18. júní, þrældómur kapítalismans, 19. júní, þrældómur kapítalismans, 20. júní, þrældómur kapítalismans, 21. júní, þrældómur kapítalismans, 22. júní, þrældómur kapítalismans, 23. júní, þrældómur kapítalismans, 24. júní, þrældómur kapítalismans, 25. júní, þrældómur kapítalismans, 26. júní, þrældómur kapítalismans, 27. júní, þrældómur kapítalismans, 28. júní, þrældómur kapítalismans, 29. júní, þrældómur kapítalismans, 30. júní, þrældómur kapítalismans, 1. júlí, þrældómur kapítalismans, 2. júlí, þrældómur kapítalismans, 3. júlí, þrældómur kapítalismans, 4. júlí, þrældómur kapítalismans, 5. júlí, þrældómur kapítalismans, 6. júlí, þrældómur kapítalismans, 7. júlí, þrældómur kapítalismans, 8. júlí, þrældómur kapítalismans, 9. júlí, þrældómur kapítalismans, 10. júlí, þrældómur kapítalismans, 11. júlí, þrældómur kapítalismans, 12. júlí, þrældómur kapítalismans, 13. júlí, þrældómur kapítalismans, 14. júlí, þrældómur kapítalismans, 15. júlí, þrældómur kapítalismans, 16. júlí, þrældómur kapítalismans, 17. júlí, þrældómur kapítalismans, 18. júlí, þrældómur kapítalismans, 19. júlí, þrældómur kapítalismans, 20. júlí, þrældómur kapítalismans, 21. júlí, þrældómur kapítalismans, 22. júlí, þrældómur kapítalismans, 23. júlí, þrældómur kapítalismans, 24. júlí, þrældómur kapítalismans, 25. júlí, þrældómur kapítalismans, 26. júlí, þrældómur kapítalismans, 27. júlí, þrældómur kapítalismans, 28. júlí, þrældómur kapítalismans, 29. júlí, þrældómur kapítalismans, 30. júlí, þrældómur kapítalismans, 31. júlí, þrældómur kapítalismans, 1. ágúst, þrældómur kapítalismans, 2. ágúst, þrældómur kapítalismans, 3. ágúst, þrældómur kapítalismans, 4. ágúst, þrældómur kapítalismans, 5. ágúst, þrældómur kapítalismans, 6. ágúst, þrældómur kapítalismans, 7. ágúst, þrældómur kapítalismans, 8. ágúst, þrældómur kapítalismans, 9. ágúst, þrældómur kapítalismans, 10. ágúst, þrældómur kapítalismans, 11. ágúst, þrældómur kapítalismans, 12. ágúst, þrældómur kapítalismans, 13. ágúst, þrældómur kapítalismans, 14. ágúst, þrældómur kapítalismans, 15. ágúst, þrældómur kapítalismans, 16. ágúst, þrældómur kapítalismans, 17. ágúst, þrældómur kapítalismans, 18. ágúst, þrældómur kapítalismans, 19. ágúst, þrældómur kapítalismans, 20. ágúst, þrældómur kapítalismans, 21. ágúst, þrældómur kapítalismans, 22. ágúst, þrældómur kapítalismans, 23. ágúst, þrældómur kapítalismans, 24. ágúst, þrældómur kapítalismans, 25. ágúst, þrældómur kapítalismans, 26. ágúst, þrældómur kapítalismans, 27. ágúst, þrældómur kapítalismans, 28. ágúst, þrældómur kapítalismans, 29. ágúst, þrældómur kapítalismans, 30. ágúst, þrældómur kapítalismans, 31. ágúst, þrældómur kapítalismans, 1. september, þrældómur kapítalismans, 2. september, þrældómur kapítalismans, 3. september, þrældómur kapítalismans, 4. september, þrældómur kapítalismans, 5. september, þrældómur kapítalismans, 6. september, þrældómur kapítalismans, 7. september, þrældómur kapítalismans, 8. september, þrældómur kapítalismans, 9. september, þrældómur kapítalismans, 10. september, þrældómur kapítalismans, 11. september, þrældómur kapítalismans, 12. september, þrældómur kapítalismans, 13. september, þrældómur kapítalismans, 14. september, þrældómur kapítalismans, 15. september, þrældómur kapítalismans, 16. september, þrældómur kapítalismans, 17. september, þrældómur kapítalismans, 18. september, þrældómur kapítalismans, 19. september, þrældómur kapítalismans, 20. september, þrældómur kapítalismans, 21. september, þrældómur kapítalismans, 22. september, þrældómur kapítalismans, 23. september, þrældómur kapítalismans, 24. september, þrældómur kapítalismans, 25. september, þrældómur kapítalismans, 26. september, þrældómur kapítalismans, 27. september, þrældómur kapítalismans, 28. september, þrældómur kapítalismans, 29. september, þrældómur kapítalismans, 30. september, þrældómur kapítalismans, 1. október, þrældómur kapítalismans, 2. október, þrældómur kapítalismans, 3. október, þrældómur kapítalismans, 4. október, þrældómur kapítalismans, 5. október, þrældómur kapítalismans, 6. október, þrældómur kapítalismans, 7. október, þrældómur kapítalismans, 8. október, þrældómur kapítalismans, 9. október, þrældómur kapítalismans, 10. október, þrældómur kapítalismans, 11. október, þrældómur kapítalismans, 12. október, þrældómur kapítalismans, 13. október, þrældómur kapítalismans, 14. október, þrældómur kapítalismans, 15. október, þrældómur kapítalismans, 16. október, þrældómur kapítalismans, 17. október, þrældómur kapítalismans, 18. október, þrældómur kapítalismans, 19. október, þrældómur kapítalismans, 20. október, þrældómur kapítalismans, 21. október, þrældómur kapítalismans, 22. október, þrældómur kapítalismans, 23. október, þrældómur kapítalismans, 24. október, þrældómur kapítalismans, 25. október, þrældómur kapítalismans, 26. október, þrældómur kapítalismans, 27. október, þrældómur kapítalismans, 28. október, þrældómur kapítalismans, 29. október, þrældómur kapítalismans, 30. október, þrældómur kapítalismans, 31. október, þrældómur kapítalismans, 1. nóvember, þrældómur kapítalismans, 2. nóvember, þrældómur kapítalismans, 3. nóvember, þrældómur kapítalismans, 4. nóvember, þrældómur kapítalismans, 5. nóvember, þrældómur kapítalismans, 6. nóvember, þrældómur kapítalismans, 7. nóvember, þrældómur kapítalismans, 8. nóvember, þrældómur kapítalismans, 9. nóvember, þrældómur kapítalismans, 10. nóvember, þrældómur kapítalismans, 11. nóvember, þrældómur kapítalismans, 12. nóvember, þrældómur kapítalismans, 13. nóvember, þrældómur kapítalismans, 14. nóvember, þrældómur kapítalismans, 15. nóvember, þrældómur kapítalismans, 16. nóvember, þrældómur kapítalismans, 17. nóvember, þrældómur kapítalismans, 18. nóvember, þrældómur kapítalismans, 19. nóvember, þrældómur kapítalismans, 20. nóvember, þrældómur kapítalismans, 21. nóvember, þrældómur kapítalismans, 22. nóvember, þrældómur kapítalismans, 23. nóvember, þrældómur kapítalismans, 24. nóvember, þrældómur kapítalismans, 25. nóvember, þrældómur kapítalismans, 26. nóvember, þrældómur kapítalismans, 27. nóvember, þrældómur kapítalismans, 28. nóvember, þrældómur kapítalismans, 29. nóvember, þrældómur kapítalismans, 30. nóvember, þrældómur kapítalismans, 1. desember, þrældómur kapítalismans, 2. desember, þrældómur kapítalismans, 3. desember, þrældómur kapítalismans, 4. desember, þrældómur kapítalismans, 5. desember, þrældómur kapítalismans, 6. desember, þrældómur kapítalismans, 7. desember, þrældómur kapítalismans, 8. desember, þrældómur kapítalismans, 9. desember, þrældómur kapítalismans, 10. desember, þrældómur kapítalismans, 11. desember, þrældómur kapítalismans, 12. desember, þrældómur kapítalismans, 13. desember, þrældómur kapítalismans, 14. desember, þrældómur kapítalismans, 15. desember, þrældómur kapítalismans, 16. desember, þrældómur kapítalismans, 17. desember, þrældómur kapítalismans, 18. desember, þrældómur kapítalismans, 19. desember, þrældómur kapítalismans, 20. desember, þrældómur kapítalismans, 21. desember, þrældómur kapítalismans, 22. desember, þrældómur kapítalismans, 23. desember, þrældómur kapítalismans, 24. desember, þrældómur kapítalismans, 25. desember, þrældómur kapítalismans, 26. desember, þrældómur kapítalismans, 27. desember, þrældómur kapítalismans, 28. desember, þrældómur kapítalismans, 29. desember, þrældómur kapítalismans, 30. desember, þrældómur kapítalismans og 31. desember, þrældómur kapítalismans.

Brennuvargur

26 apríl, 2013 § Færðu inn athugasemd

Brennuvarginn kveikir í íbúðarhúsi, svona eins og brennuvargar gera. Skömmu síðar mætir slökkviliðið á staðinn og hefst handa við að slökkva eldinn. Húsið verður fljótlega alelda, fjölskyldan er komin út og horfir á björgunaraðgerðirnar á náttfötunum. Börnunum er kalt og foreldrarnir eru hræddir. Inni í runna grúfir brennuvargurinn sig niður og bíður átekta.
Þegar slökkviliðið er að ljúka starfi sínu þá smokrar hann sér inn í hópinn sem var að búa sig undir að flytja aftur inn. Hann hellir eitri út í andrúmsloftið og hrærir vel í, hann býr til efasemdir.
Sérðu hvernig þessi heldur á slöngunni? Sérðu hvað þrýstingurinn er lítill? Sérðu ekki að þeir eru með hjálm en ekki þið hin? Af hverju var ykkur haldið svona lengi hérna úti? Hvers vegna byrjuðu þeir á því að slökkva í þessum hluta en ekki þessum?
Loks tekst honum að sannfæra þau um að slökkviliðið sé ekki að gera rétt. Slökkviliðsmennirnir hrökklast í burtu undan öskrum og svívirðingum. Fólkið verður orðljótt af biðinni. Efasemdirnar gerir það þreytt. Og þó að enn megi finna glóð í sverustu bitunum þá er brennuvargurinn strax farinn að mála yfir öskuna. Bráðlega gengur fólkið inn í bjartar og hvítmálaðar íbúðir. Þau þurfa bara að passa sig að halla sér ekki upp að veggjunum því þá mun sortinn fljótlega koma í ljós.

Uppskeruhátíð skoðana

20 apríl, 2013 § Færðu inn athugasemd

Nú er uppskeruhátíð greinaskrifa og skoðana í aðdraganda kosninga. Þeir sem fara út fyrir kassann, kunna að meta heiðarleikann, einlægnina, ástina, jafnréttið, vötnin, sólarlagið og fjöllin keppast við að birta okkur hinum myndir af spillingu, lygavef og klækum þeirra sem bara vilja græða pening.
Þeir sem vilja græða peninginn og sjá bara verðmæti í ofantöldum atriðum, halda hins vegar bara áfram að tala um peninga og lofa meiru og meiru og stærra og stærra. Og vefurinn stækkar.

Ritgerð

14 apríl, 2013 § Færðu inn athugasemd

Hérna er ritgerð eftir mig sem nefnist Tilvísun. Ritgerðina má einnig nálgast sem pdf-skjal.

tilvisun-1 tilvisun-2 tilvisun-3

Rusl

12 apríl, 2013 § Færðu inn athugasemd

Í apríl árið 2010 gekk ég ásamt tveimur félögum mínum ‒ og reyndar stórum hluta þjóðarinnar ‒ upp á Fimmvörðuháls. Verðlaunin fyrir afrekið voru stórkostleg, eldrautt glóandi hraunið bauð okkur velkomna þar sem það spýttist tugi metra upp í loftið með undarlegu hljóði, þungu hvæsi skepnunnar sem lúrði undir fjallinu. Að standa þarna innan um mannfjöldann, með þyrlumergð á áætlunarflugi yfir okkur og hóp af jeppum sem komu keyrandi ofan af Mýrdalsjökli, var stórkostleg upplifun. Það var eins og Íslendingar hefðu loksins fundið hinn sanna tilgang með öllum þessum fjallaferðum, jeppum og útivistarþrá, að sjá náttúruna eins óbeislaða, hreina og skapandi og völ er á.

Á leiðinni upp á hálsinn var kærkomið að staldra við í litlum skála, setjast í þrengslunum á gólfið og borða nestið sitt. Þar fór ég að hugsa um tenginguna sem við höfum við umhverfi okkar og grun minn um að við séum stundum að missa hana, að minnsta kosti held ég að hún eigi það til að dofna. Þegar við komum inn í nýtt og framandi umhverfi þá hættir okkur kannski til að finnast eins og hin sjálfsögðu þægindi eigi að fylgja okkur en þetta nýja samhengi getur líka gefið okkur framandgerða mynd af lífi okkar.

Inni í skálanum var langt borð með bekkjum sitt hvoru megin og þar settust þeir sem komust þar fyrir en hinir, þar á meðal við, létu sér gólfið nægja. Við tókum eftir því að tvær ungar konur sem höfðu nýlokið við að borða samlokur, drekka ávaxtasafa úr fernum og kannski fá sér súkkulaðistykki, litu í kringum sig þar til önnur sagði við hina: „er ekkert rusl hérna?“ Hin svaraði: “nei ég held ekki, við verðum bara að skilja þetta eftir“ og að því sögðu stóðu þær upp og gengu út.

Rusl er ekki bara rusl, það þarf að „verða“ að rusli, það þarf að lenda á nýjann stað og í nýtt samhengi. Ruslið sem þær skildu eftir varð aldrei að rusli fyrr en það hætti að þjóna tilgangi sínum sem umbúðir, eftir að því hlutverki lauk var fyrst hægt að kalla það rusl og þá virtist sem það væri ekki lengur á ábyrgð þeirra. Það kaldhæðnislega var að það var vera þeirra í skálanum sem skapaði ruslið, þær bjuggu það til en það sem þær virtust ekki átta sig á var að um ruslið giltu aðrar reglur um það en niðri á jafnsléttu. Þarna var enginn sérstakur staður ætlaður því þaðan sem einhver ósýnileg hönd ‒ borgarstarfsmaður í gulu vesti, ruslabíll eða húsvörður ‒ myndi fjarlægja það og koma því þannig formlega í burtu á einhvern óskilgreindan og fjarlægan stað. Þess vegna varð það eftir á borðinu á meðan þær héldu áfram í átt að eldgosinu, að skoða náttúruna óbeislaða, tryllta og „hreina“.

Um daginn ætlaði ég að fara upp á þriðju hæð í Odda, einu af fjölmörgum húsum Háskóla Íslands, til að lesa. Þegar ég kom þangað blöstu skilaboðin „lokað venga slæmrar umgengni, opnað aftur að loknum þrifum“ við mér. Ég leit snöggt yfir salinn þar sem nokkrir tómir snakkpokar lágu hér og þar innan um borð og stóla, flöskur voru á borðum og neytendurnir víðs fjarri. Þreyttir nemendur eftir langa leshelgi höfðu greinilega ekki haft rænu á að taka til eftir sig.

Í runnunum í kringum Stúdentagarðana er rusl úti um allt, í runnunum á leikskólanum hinu megin við bílastæðið okkar, þar sem við fjölskyldan leikum okkur gjarnan saman, þar er allt fullt af rusli. Þar sá ég til dæmis gólfmottu sem sennilega hefur fokið ofan af svölum, bjórdósir, plast og aftur plast og pizzakassa. Eignir okkar eru afstæðar, við förum langan veg eftir einhverju sem glatast en leyfum öðru að hverfa án minnstu ummerkja um eftirsjá. Vindurinn gerir okkur eignalaus. Hvert sem ég fer, þar get ég fundið rusl. Ég lít út um gluggann og sé rusl, ég stoppa á veginum sem liggur upp í Bláfjöll og geng út í hraunið og sé fullt af rusli. Uppi við Langjökul, langt úr alfaraleið, fann ég kókómjólkurfernu.

Á hverjum degi kaupi ég ótrúlega mikið rusl, ég á oft erfitt með annað þrátt fyrir að ég vildi glaður geta sloppið við það. Ég kaupi skyrdrykk í plastdollu sem gæti enst í heilt ár og þjónað sama tilgangi og plastglas úr IKEA gerir. Við kaupum ís í plastdollu sem gæti vel komið í staðinn fyrir Tupperware plastdall í langflestum tilfellum. Við erum sífellt að henda hlutum á meðan við kaupum þá dýrum dómum í öðru samhengi. Á sama tíma eru gríðarstórir flekkir í Kyrrahafi myndaðir úr plastrusli og ruslahaugar New York borgar hafa fengið þann vafasama titil að vera eitt af stærstu mannvirkjum í heimi.

Jón Gnarr segist gjarnan taka með sér plastpoka þegar hann fer í göngutúra og fyllir þá af rusli sem verður á vegi hans, það er frábært framtak sem mætti taka til fyrirmyndar en ekki lausn í sjálfu sér, lausnin felst heldur ekki að öllu leyti í því að henda minna af rusli á víðavangi eða fjölga ruslatunnum heldur hlýtur vandinn að stórum hluta að felast í neysluháttum okkar, öllu ruslinu sem við kaupum á hverjum degi, öllu sem er framleitt svo hægt sé að henda því. Hlutir verða til í Asíu, ferðast til Evrópu, enda á Íslandi þar sem þeir eru notaðir í örskamma stund áður en þeir breytast í rusl. Mörghundruð manns, jafnvel þúsundir, taka þátt í þessu ferli. Námuverkamenn, eigendur fyrirtækja, fólkið í verksmiðjunum, skipstjórar, flugmenn, bílstjórar, sölumenn, markaðsfulltrúar, bókarar, neytandinn, borgarstarfsmaðurinn og svo allir þeir sem í framtíðinni þurfa að eiga við ruslið, hvaða formi sem það verður í þá.

Birtist á Vísi.is 12. apríl 2012.